Tveir hokkíleikir í kvöld

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (16.10.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (16.10.2012)


Víkingar mæta Húnum í mfl. karla og Ásynjur mæta liði Bjarnarins í mfl. kvenna. Fyrri leikurinn hefst kl. 18, en hinn síðan strax að honum loknum.

Víkingar eiga enn möguleika á að ná í heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni í meistaraflokki karla. Þeir eru nú 10 stigum á eftir Birninum, en eiga þrjá leiki til góða. Það getur því enn margt breyst þar. Staðan í mfl. karla.

Ásynjur mæta liði Bjarnarins, en nokkuð er síðan Ásynjur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn, enda hafa yfirburðir SA-liðanna verið miklir í vetur - eiginlega of miklir og vonandi að takist að ýta undir framþróun og efla hokkíið í kvennaflokki hjá Reykjavíkurfélögunum í náninni framtíð. Staðan í mfl. kvenna.