Þrír litlir Mammútar

Þrír Mammútar ánægðir með sinn hlut. Jón Ingi, Óli Núma og Jens eiga allir von á
Þrír Mammútar ánægðir með sinn hlut. Jón Ingi, Óli Núma og Jens eiga allir von á "litlum mammútum" með haustinu.
Liðsmenn Mammúta voru ekki bara iðnir við að spila krullu í vetur. 

Fáum sögum fer af því hvað liðsmenn Mammúta/landsliðsins báru sér til munns í ferð liðsins á Evrópumótið í krullu sem fram fór í Aberdeen í desember. Þeir voru ekki teknir í lyfjapróf og því ekkert hægt að sanna - en ekki er þó laust við að fari að renna á menn tvær grímur og að grunur vakni um að þar hafi að minnsta kosti hluti liðsins tekið inn eitthvað örvandi. Það ber nefnilega svo við um þessar mundir að fréttir berast af fjölgun mannkynsins og eiga þrír liðsmenn Mammúta þar með óyggjandi hætti hlut að máli. Óli Núma fær „high five“ því hann var fyrstur og á kona hans von á barni í september. Jón Ingi kom næstur og á kona hans von á barni í október. Jens er að eðlisfari aðeins hægari maður en hinir tveir og kona hans á von á barni í nóvember. Aðrir liðsmenn hafa ekki tilkynnt um neitt í þessa veru. Það má sem sagt segja að nú séu þrír litlir mammútar á leiðinni og bara spurning hvort úr verði blandað lið, kvennalið eða karlalið.