Þrír leikmenn SA valdir í karlalandsliðið í íshokkí

Frá HM í Reykjavík 2015 (mynd: Elvar Pálsson)
Frá HM í Reykjavík 2015 (mynd: Elvar Pálsson)

Þrír leikmenn úr SA voru valdir í karlalandsliðið í íshokkí sem tekur þátt í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Valermo á Spáni daganna 6.-8. nóvember. Mótherjar liðsins verða Serbía, Spánn og Kína en eitt lið kemst áfram úr riðlinum á annað stig forkeppninnar. Leikmenn SA sem valdir voru í liðið eru Ingvar Þór Jónsson, Jón Benedikt Gíslason og Andri Mikaelsson.

Orri Blöndal gaf ekki kost á sér í liðið að þessu sinni af persónulegum ástæðum. Í liðið voru einnig valdir Jóhann Már Leifsson og Ingþór Árnason sem uppaldir eru hjá SA en spila nú með Motala AIF í Svíþjóð.