Þriðji leikur úrslitakeppninnar á morgun

LEIKUR #3 í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna er á morgun fimmtudag kl. 19:30. Liðin hafa unnið sitthvorn heimaleikinn og ljóst að stuðningur stúkunnar getur riðið baggamuninn í þessarri rimmu. Við mælum með að mæta snemma til að ná góðu sæti en það verða einnig seldir hamborgarar fyrir leik í félagssalnum á 2. hæð. Mætum í rauðu málum stúkuna rauða og styðja okkar lið til sigurs.
 
🎫 Miðaverð 2.000 kr. frítt inn fyrir 13 ára og yngri.
🍔 Burger fyrir leik og í leikhéi á 2. hæð.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin og samlokugrillið funheitt.