Þjálfaramál

Eins og iðkendur og foreldrar hafa tekið eftir er Þjálfarinn okkar hún Hanna (Doris Ann Burnett) loksins komin til starfa hjá okkur, búin að vera eina viku. Hanna kemur frá Texas og hefur einnig starfað í Kanada. Hún hefur mikla reynslu og við bindum vonir við að samstarf hennar og iðkendanna gangi vel. Hún hefur hug á að gera einhverjar breytingar í sambandi við þjálfunina og hefur óskað eftir að fá foreldra iðkendanna á fund einhverja næstu daga. Við viljum því biðja ykkur að fylgjast með á heimasíðunni.