Þakkir til Samherja

Síðastliðin sunnudag var haldin mikil veisla í boði Samherja í húsnæði Útgerðarfélags Akureyrar þar sem annarsvegar var kynnt til sögunnar glæsileg nýbygging félagins og hinsvegar veitir styrkir úr Samherjasjóði. Skautafélag Akureyrar fékk rausnarlegan styrk og vill félagið koma fram bestu þökkum til forsvarsmanna Samherja og Samherjasjóðsins fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Samherjasjóðurinn hefur frá árinu 2008 veitt styrkveitingar úr Samherjasjóðnum til samfélags og íþróttaverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Heildarupphæð styrkjanna í ár voru 80 milljónir króna og rennur stærstur hluti þeirra til barna- og unglingastarfs félaganna og eru veitir til félaga sem byggjast upp á öflugu sjálboðaliðastarfi. 

Skautafélag Akureyar fékk að þessu sinni 2.500.000 kr sem renna beint í barna og unglingastarf félagsins og verða þeir fjármunnir nýttir til þess að greiða niður æfingargjöld og ferðalög iðkennda hjá félaginu og koma til niðurgreiðslu strax næsta haust. Þá fengu meistaraflokkar félagsins í íshokkí einnig styrk að upphæð 700.000 kr.

Skautafélag Akureyrar þakkar Samherja, öllum starfsmönnum og Samherjasjóðnum kærlega fyrir þennan styrk og óskar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.