Síðasta ísæfingin búin og það sem framundan er 
- Skráning í æfingabúðir
 - Áheitasöfnun
 - Maraþon
 - Uppskeruhátíð
 
Þetta árið verða æfingabúðir í júlí og ágúst. Það var búið að senda út póst fyrir stuttu hverjir hefðu áhuga á að taka þátt í búðum í júlí og ágúst, það er enn opið ef einhverir vilja skrá sig í þann tíma en núna er verið að taka á móti skráningum fyrir ágústbúðirnar. Þær verða með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár og verður verðið svipað (40-45000). Senda skal skráningu á 
listhlaup@listhlaup.is fyrir 
2 maí. Þeir sem þegar eru búnir að skrá sig í júlí og ágúst þurfa ekki að skrá sig aftur í ágústbúðirnar.
Áheitasöfnun: Úthlutun fyrirtækja verður miðvikudaginn 27 apríl milli 16-17.00, ef allir taka þátt er þetta ekki nema örfá fyrirtæki á hverja og eina. Einnig er sniðugt að vera nokkrar saman, það gekk mjög vel í fyrra. Skila þarf inn áheitblöðunum í síðastalagi 7 maí.
Maraþonið hefst 7 maí klukkan 18.00 og lýkur 8 maí klukkan 18.00. Við endum maraþonið með því að bjóða öllum iðkendum A, B, C og D í pyslupartý. Nánara fyrirkomulag um maraþonið verður auglýst síðar. Ef það er einhver sem 
EKKI ætlar að taka þátt í maraþoninu endilega sendið á 
listhlaup@listhlaup.isUppskeruhátið: Verið er að skipuleggja uppskeruhátið á Strikinu fyrir A, B og C, nánar auglýst síðar