Tap í Laugardalnum

Víkingar lágu gegn SR. Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Víkingar lágu gegn SR. Mynd: Sigurgeir Haraldsson

SA Víkingar töpuðu stórt gegn SR í gærkvöldi. Komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna rest.

Þetta var fjórði síðasti leikur Víkinganna í deildarkeppninni og fyrir leikin var staðan þannig að þeir þurftu að vinna þrjá af þessum fjórum leikjum. Eftir ósigurinn gegn SR í gær er ljóst að okkar menn eru komnir með bakið algjörlega upp að vegg - verða að vinna þrjá síðustu leikina til að komast í úrslitakeppnina.

Lokatölur í gær urðu 7-2 heimamönnum í vil. SR komst í 3-0 í fyrsta leikhluta og síðan í 5-0 áður en Andri Mikaelsson skoraði fyrsta mark okkar manna eftir rúmlega hálftíma leik. SR bætti fljótlega við sjötta markinu, en Steinar Grettisson minnkaði muninn í 6-2 með víti við lok annars leikhluta. Heimamenn í SR bættu svo við sjöunda markinu í þriðja leikhlutanum. 

Af textalýsingu mbl.is að dæma voru heimamenn í SR mun sterkari allan leikinn og höfðu öll völd á svellinu. 

Mörk/stoðsendingar SR: Robbie Sigurðsson 2/0, Arnþór Bjarnason 1/1, Björn Róbert Sigurðarson 1/1, Daniel Kolar 1/0, Guðmundur Björgvinsson 1/0, Gauti Þormóðsson 1/0, Svavar Steinsen 0/2, Ævar Þór Björnsson 0/1, Daníel Steinþór Magnússon 0/1, Kristján Gunnlaugsson 0/1, Snorri Sigurbjörnsson 0/1, Steinar Páll Veigarsson 0/1, Svavar Steinsen 0/2.

Mörk/stoðsendingar SA: Andri Mikaelsson 1/0, Steinar Grettisson 1/0, Andri Freyr Sverrisson 0/1.

Staðan í deildinni er nú þannig að SR hefur 32 stig, Björninn 29 og SA Víkingar 23 - sjá hér.