Svartidauði í kjölfar Íslandsheimsóknar

Sarah Wolfe í ógnandi stellingum sem tákngervingur fyrir svarta dauða - íslenskt brennivín. Nafn lið…
Sarah Wolfe í ógnandi stellingum sem tákngervingur fyrir svarta dauða - íslenskt brennivín. Nafn liðsins má sjá á töflunni á bakvið hana.
Dvöl á Íslandi getur reynst afdrifarík - líka fyrir krullufólk.
Íslandsheimsókn hefur áhrif á krullufólk jafnt og aðra sem hingað koma, mismikil auðvitað og af mismunandi toga. Vinkonur okkar tvær sem kepptu á Ice Cup í vor, Sandra Takata og Sarah Wolfe, kepptu nýlega á krullumóti, Rocky Top Open Bonspiel, í Knoxville í Tennessee, heimabæ Söndru. En það er svosem engin frétt þó krullufólk keppi á krullumóti. Það skemmtilega við þátttöku þeirra í þessu móti var aftur á móti það að þær gerðu íslenskt Brennivín að einkenni liðsins og kölluðu sig "Black Death Posse". Myndina "tókum" við að láni af Facebook-síðunni þeirra.