Sumardagskráin hjá Skautafélaginu

Það eru nóg um að vera í skautaíþróttunum í sumar fyrir fríska krakka. Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2018-2014 daganna 10. - 14. Júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Skráning á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Listskautadeildin er með 3 vikna sumaræfingabúðir í júní. Hægt er að velja á milli þess að vera eina, tvær eða 3 vikur. Þjálfarar í æfingabúðunum eru Jana og Varvara. Skráning á sportaber: https://www.abler.io/shop/sa/listhlaup

Íshokkídeildin er svo með frammistöðubætandi sumaræfingabúðir fyrir alla iðkendur í 3 vikur í ágúst sem engin iðkandi ætti að láta sig vanta í. Í æfingabúðunum er lögð áhersla á tækni (skautatækni – skot – kylfutækni – einvígi) og leikskilning á ís. Utan ís eru skot- og kylfufærniæfingar ásamt fræðslu til að undirbúa íþróttamanninn til framtíðar með áherslu á næringu, þjálfun og heilbrigðan lífstíl auk vidjófunda til að byggja upp íshokkí leikfræðina.

Skráning hér: https://www.abler.io/shop/sa/ishokki

Hefðbundnar æfingar hefjast svo aftur samkvæmt tímatöflu við skólabyrjun í lok ágúst.

Gleðilegt sumar!