Suðurferð 4.flokks um síðustu helgi

Ferðin suður í Egilshöll á 4.flokks mót, sem er 1. hluti íslandsmóts, um síðustu helgi tókst í alla staði vel og var öllum sem þátt tóku til mikillar ánægju og sóma. Smelltu HÉR til að skoða úrslit leikja og svo HÉR til að skoða myndir úr ferðinni.A liðin kepptu þar hvert á móti öðru 4 leiki hvert og svo áttust B og C liðin við 6 leiki hvert lið. Þó 4.flokks strákarnir hafi ekki náð sigri þá held ég að megi segja að þeir hafi vaxið með hverjum leik og úrslitin úr síðasta leiknum sem tapaðist með fjórum gegn engu gefa í raun ekki rétta mynd af þeim leik, en þeir héldu hreinu langt fram í 3. leikhluta þar sem einbeitningin minnkaði í 3 til 4 mín. og fengu þá á sig 3 mörk í röð og svo aftur 1 í lok leiks. 5. flokks strákarnir og reyndar einn ú 6.flokki fóru með sem B lið, og gerðu guttarnir sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki, Sumir unnust með miklum mun en annarsstaðar þurfti að gefa allt í til að hafa sigur og voru leikirnir við Björninn B sérstaklega spennandi og skemmtilegir og sást að þar eru margir efnilegir ungir menn á ferð. Óskum við SAingar strákunum til hamingju með þessa frammistöðu. Mótshöldurum og mótherjum þökkum við svo fyrir gott og skemmtilegt mót og svo auðvitað öllu því fólki sem gerði þessa ferð mögulega.