Stórleikur í Skautahöllinni í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 mætast Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur í gríðarlega mikilvægum leik, en þetta er aðeins í annað skiptið sem þessi lið mætast í vetur.  Fyrri viðureign liðanna fór fram í september á síðasta ári þannig að það er óhætt að segja að það fyrir löngu orðið tímabært að þessi lið mætist aftur.

Sunnlendingarnir höfðu betur í september og höfum við því harma að hefna.  Úrslit síðustu leikja hafa sýnt að Íslandsmótið er gríðarlega spennandi nú á endasprettinum fyrir úrslitakeppnina og allt getur gerst.  Björninn hefur nokkurra stiga forskot á toppi deildarinnar en hefur jafnframt spilað flesta leiki.

Í leiknum í kvöld eru þrjú mikilvæg stig í boði sem bæði lið þurfa nauðsynlega á að halda.  Því má gera ráð fyrir skemmtilegum og spennandi leik sem enginn má láta fram hjá sér fara.