SR vann Björninn í 2. flokki í gærkvöldi

Tekið af vef SRinga

Í gærkvöldi lék SR við Björninn í Íslandsmóti 2. flokks en þessi leikur fór fram í Skautahöllinni í Laugardal. Leikurinn var mjög kaflaskiptur svo ekki sé meira sagt.

18.11.2004
Glæsilegur sigur á Birninum í 2. flokki

Í gærkvöldi lék SR við Björninn í Íslandsmóti 2. flokks en þessi leikur fór fram í Skautahöllinni í Laugardal. Leikurinn var mjög kaflaskiptur svo ekki sé meira sagt. Björninn var mun betra liðið í fyrsta leikhluta og komst í 0 - 3, á meðan SR-ingar gerðu lítið af viti og lentu hvað eftir annað í brottrekstrum fyrir kjánaleg brot. SR náði þó að laga stöðuna í 1 - 3 fyrir leikhlé. Í öðrum leikhluta mætti allt annað SR lið til leiks, sýndi mikla baráttu og framúrskarandi spil og markvarslan varð mun betri. Þeir tóku öll völd á ísnum og skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu öruggan sigur, 6 - 3. Í þessum leik sýndu SR-ingar að með góðu spili, þar sem menn hafa hugann við leikinn og hvað þeir þurfa að gera, þá er þetta frábært lið - ein heild. Það er kannski ekki sanngjarnt að taka einhvern einn leikmann út úr en að öðrum ólöstuðum var Úlfar Andrésson sérstaklega sterkur, sívinnandi út um allan ís og smitaði út frá sér leikgleðinni. Mörk SR: Úlfar Andrésson (3), Gunnlaugur Karlsson (1), Sindri Már Björnsson (1), Steinar Páll Veigarsson (1). Mörk Bjarnarins: John Freyr Aikman (2), Sigþór Þórisson (1)