Sparisjóður Höfðhverfinga veitir Skautafélaginu fjárstyrk

Jón Benedikt tekur við styrknum frá Jóni Ingva
Jón Benedikt tekur við styrknum frá Jóni Ingva

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur veitt Skautafélagi Akureyrar fjárstyrk sem afhenntur var á aðalfundi sparisjóðsins á Grenivík á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sparisjóðurinn styrkir íþróttafélög á Akureyri en tvö önnur félög í bænum fengu einnig styrk. Styrknum verður varið í barna- og unglingastarf deilda Skautafélagsins og kann félagið þökkum til sparisjóðsins fyrir fjárstyrkinn sem mun komast til góðra nota í þágu iðkennda.