Smá breyting á tímatöflu á föstudag nk.

Föstudaginn næsta 30. mars mætir 3. hópur milli 16 og 17 í stað FG hóps. Þetta er aukaæfing fyrir Vinamótið sem fram fer um helgina. Allir skulu mæta í keppniskjólum/fötum með hárið fallega greitt. Rennt verður í gegnum dansana hjá öllum, þannig að einn og einn dansar í einu. FG hópur fær þennan tíma bættan upp sem allra fyrst. Fylgist með heimasíðunni.