Skráning hafin í Skautaskólahópa

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Skautaskóla / Byrjendahóp og Skautaskóla / Snjókorn(Snowflakes) (hópurinn hét í búðunum Young talent). Hópurinn Skautaskóli /Snjókorn(Snowflakes) Fær 4 æfingar á viku. 3 ísæfingar og eina afísæfingu.

  • Ef þið eruð óviss í hvorn hópinn þið eigið að skrá barnið ykkar hafið þá samband við George Kenchadze  sími: 831-3005  netfang: georgekenchadze@hotmail.com

Ef skráð er fyrir 1. september er 5000 króna afsláttur á æfingagjöldum í Skautaskóla / Byrjendahóp og Skautaskóla /Snjókorn (Snowflakes).

Skráning fer fram á https://iba.felog.is

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.