03.12.2006			
	
	
				Næsta fimmtudag kemur Ian skerpingamaður til landsins til að skerpa skautana fyrir iðkendur í 3, 4, 5, M og U flokki.  Hann mun hefja skerpingar á fimmtudagsmorgun og eru þeir iðkendur sem fara á æfingu þann morguninn beðnir um að skilja skautana sína eftir upp á bekkjunum inn í klefa 3.  Best er að merkja skautana, t.d. með því að setja miða inn í hvorn skauta til að fyrirbyggja rugling!  Aðrir sem ekki fara á æfingu á fimmtudaginn eru samt sem áður vinsamlegast beðnir um að koma skautunum inn í skautahöll helst í síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudaginn.  Ef það er ómögulegt fyrir einhverja þá í allra síðasta lagi seinnipart fimmtudags, þar sem Ian fer heim aftur á föstudag.