Skautakona LSA 2014 er Emilía Rós Ómarsdóttir

Emelía Rós Ómarsdóttir
Emelía Rós Ómarsdóttir

Skautakona LSA 2014 er Emilía Rós Ómarsdóttir. Emilía Rós er fædd árið 1999 og hefur verið að æfa skauta frá lok árs 2006. Emilía Rós keppir í flokki Advance Novice hefur hún staðið sig mjög vel á líðandi ári hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis.

Hún er búin að vera á verðlaunapalli á öllum mótum hérlendis t.d vann hún til gullverðlauna á RIG 2014 , Haustmóti ÍSS og Bikarmóti ÍSS. Hún skilaði besta árangri íslensku stúlknanna á Norðurlandamótinu sem að var haldið í Svíþjóð  en þar náði hún 14 sæti. Einnig náði Emilía Rós 6. sæti á ISU Sportland Trophy sem haldið var í Budapest. Emilía Rós er góð fyrirmynd fyrir alla iðkendur og er dugnaður, vinnusemi og góð ástundun alltaf í fyrirúmi. 

Emília Rós er í Landsliði Íslands og er hún  búin að tryggja sér sæti á Norðurlandamótinu 2015 sem haldið verður í Noregi í febrúar. Skautafélag Akureyrar óskar Emelíu til hamingju með nafnbótina.