Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins síðastliðinn mánudag og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 92. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum. 

Skautafélag Akureyrar fékk veglegan styrk úr sjóðnum í ár en íshokkíkappinn Bjarmi Kristjánsson fékk einnig styrk úr sjóði ungra afreksmanna. Skautafélag Akureyrar þakkar KEA kærlega fyrir framlagið og stuðning við menningar og samfélagsverkefnin.