Síðasta æfing vetrar búin!

Nú er skautatímabilinu 2005-2006 lokið hjá öllum flokkum og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir veturinn.

Í gær fengu þeir sem mættu bréf heim til sín um atriði sem þarf að hafa í huga fyrir næsta tímabil, nýja dansa og skauta o.s.frv.  Þeir sem ekki mættu geta nálgast það bréf hér!  Í bréfinu sem iðkendurnir fengu með sér heim eru meðal annars upplýsingar varðandi keppnisflokk sem þeir munu keppa í á næsta tímabili.  Þessi flokkaskipting er þó birt með fyrirvara. 

Bráðlega verður auglýstur dagur þar sem iðkendur M, 1., 2. og 3. flokks verða beðnir um að koma með skautana sína og fá ráð hjá þjálfurum með skautakaup, það væri gott ef að foreldrar gætu séð sér fært að koma líka. 

Kv. Helga Margrét

Nafn:                                                                                                  

Keppnisflokkur 06-07:                                                                       10. maí 2006

Nýtt prógram: já □ nei □

Lengd:

 

Ég vil hvetja alla keppendur til að nota sumarfríið í að finna tónlist og láta klippa í viðeigandi lengd fyrir prógrömmin sín. 

 

Ný prógröm fyrir næsta skautatímabil verða aðeins gerð frá ágúst til september 2006, ekki seinna. Gott ef lagið er til í haust þegar skautarnir byrja aftur.

 

Þeir sem munu keppa í  keppnisflokkum 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C munu hafa skylduprógram og þurfa því ekki að finna tónlist.

 

Lögin mega ekki innihalda sunginn texta og það þarf að hafa það í huga að hvert prógram þarf skautari að vera með a.m.k. í heilan vetur eða jafnvel lengur svo nauðsynlegt er að velja lag/lög vandlega.  Venjulega er uppbygging prógrammanna hratt-hægt-hratt (hratt lag, hægt lag, hratt lag). En þó er það ekki nauðsynlegt.  Hægt er að hafa 1-2 lög sem klippt eru saman.

 

Ef þið lendið í vandræðum er alltaf hægt að fara niður í Pennann á Glerártorgi og fá að hlusta á tónlist.  Ég get að sjálfsögðu hjálpað við lagaval en ég hvet samt alla skautara til að finna lög sjálfir því bestu prógrömmin verða til þannig.

 

Ef ykkur vantar einhvern til að klippa tónlist bendi ég á Hall (sem er bróðir Heiðu Bjargar í M flokki).  Hann hefur klippt mörg lög og er vanur.  Síminn hans er: 6167359.

 

Skautatímabilið 2006-2007 verður auglýst á heimasíðu deildarinnar (http://www.sasport.is/?mod=forsida&sport=skautar) og bið ég alla um að fylgjast vel með því.  Reiknað er með að skautatímabilið hefjist um miðjan ágústmánuð.  Það eru alltaf einhverjar hliðranir á flokkum og koma allar upplýsingar inn á síðu deildarinnar í sumar. 

 

Á næstu dögum verður auglýstur “fundur” á heimasíðu deildarinnar þar sem allir iðkendur 3. – M flokks ásamt foreldrum er boðið á. Allir iðkendur eru beðnir um að koma með skautana sína og munu þjálfarar leiðbeina með skautakaup fyrir næsta tímabil.  Ég vil eindregið hvetja iðkendur og foreldra til að koma á þennan fund!  Það er nauðsynlegt að allir iðkendurnir séu á góðum skautum, hver svo sem getan er, lélegir skautar geta hamlað framförum hjá skautaranum og einnig ýtt undir meiðsl.  Það er líka best ef skautarar geta byrjað strax næsta vetur á nýjum skautum, það er mjög erfitt að skipta um skauta á miðju tímabili!!!

 

Að lokum vil ég hvetja alla iðkendur til að vera duglegir að nýta öll tækifæri sem gefast til að hreyfa sig í sumar og þakka fyrir skemmtilegan vetur. 

 

Kveðja Helga Margrét