Sex frá SA í U-18 hokkílandsliðinu

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.01.2014)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (07.01.2014)


Íslenska landsliðið í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þátt í 2. deild Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Tallinn í Eistlandi í apríl. Sex frá SA í hópnum.

Liðið heldur utan 13. apríl og kemur aftur heim að móti loknu á annan í páskum, 21. apríl. Sex leikmenn úr röðum SA eru í liðinu: Andri Ólafsson, Aron Hákonarson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Ingimar Eydal, Matthías Már Stefánsson og Róbert Guðnason.

Frétt á vef ÍHÍ um landsliðið.