Sædís skautakona ársins hjá listskautadeild

Á jólasýningu listskautadeildarinnar var Sædís Heba Guðmundsdóttir heiðruð af listskautdeildinni og útnefnd sem Skautakona listskautadeildarinnar 2025 og er það annað árið í röð sem Sædís Heba er skautakona deildarinnar. Sædís er jafnfram skautakona ÍSS árið 2025. Við óskum Sædísi Hebu innilega til hamingju með útnefningarnar ❤ , auk þess sem við óskum Jönu þjálfara og foreldrum Sædísar Hebu innilega til hamingju með dömuna ⛸️💖.