Karfan er tóm.
Listskautastúlkurnar Sædís Heba Guðmundsdóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir stíga á ísinn í dag og hefja keppni á Norðurlandamótinu sem fer fram dagana 28. janúar - 1. febrúar í Hvidøve í Danmörku.
Skautasamband Íslands sendir sex keppendur á mótið en einnig þjálfara keppendanna, liðstjóra og fulltrúa í damóra- og tæknipanel. Sædís og Ylfa Rún hefja keppni nú í dag en Sædís hefur keppni í Junior flokki kl. 16:30 á íslenskum tíma og Ylfa Rún í Advanced Novice kl. 11:15. Keppnin er í beinu streymi hér.
Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram síðu ÍSS @skatingicelandofficial á meðan mótinu stendur og svo má finna upplýsingar um dagskrá og úrslit á heimasíðu mótsins.
Við óskum okkar stúlkum góðs gengis og fylgjumst vel með.