SA Víkingar taka á móti SR í tvíhöfða um helgina í Hertz-deildinni

SA Víkingar taka um helgina á móti SR í tvíhöfða í Hertz-deild karla. Fyrri leikurinn er á föstudag kl. 19:30 og sá síðar á laugardag kl. 17:45 báðir í Skautahöllinni Akureyri. SA Víkingar sem hafa verið á mikilli siglingu og unnið 7 af 8 leikjum sínum í deildinni geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn strax á föstudag. 
 
Húsið opnar kl. 19:00 á föstudag - við biðjum fólk um að sýna þolinmæði í afgreiðslu þar sem skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn. Ath. að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1000 kr. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs.