SA Víkingar taka á móti Esju þriðjudag kl 19.30

SA Víkingar mæta Esju í Hertz deildinni þriðjudaginn 2. febrúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin bítast nú um efsta sætið í deildinni en aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni.