SA Víkingar með sigur í fyrsta leik í úrslitakeppninni

Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Þórir Tryggva)
Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Þórir Tryggva)

SA Víkingar sigraði SR 3-2 í gærkvöld í fyrsta leik úrslitakeppninnar í íshokkí í æsispennandi leik en sigurmarkið kom ekki fyrr en í framlengingu. SA Víkingar leiða þá einvígið 1-0 en næsti leikur er strax á fimmtudag í Laugardalnum.

Leikurinn í gær var úrvalsskemmtun en mikil hraði var í leiknum og baráttann í alrúmi. Báðum liðum gekk illa að byggja upp lanvarandi sóknarlotur en fjölmörg tilþrif litu dagsins ljós. SA Víkingar byrjuðu betur í leiknum í gær og nokkur ákjósanleg færi í byrjun leiks en það tók SR nokkrar mínútur að ná takti í leiknum. SR komust þó fljótt inn í leikinn og bæði lið fengu ágætis færi. Á 7 mínútu leiksins náðu SA Víkingar forystu í leiknum þegar Jordan Stegar fann Hafþór Andra Sigrúnarson óvaldaðan framan við mark SR og Hafþór náði snöggu skoti sem söng í markmöskvunum. Liðin héldu áfram að skiptast á sóknum í framhaldinu og leikbrotum en yfirtölur beggja liða voru sérstaklega hættulegar á meðan markverðirnir liðanna léku á allsoddi. SA Víkingar fóru með 1-0 forystu inn í aðra lotuna og voru heilt yfir sterkari aðilinn í þeirri fyrstu. SR kom fljúgandi inn í aðra lotuna og settu pressu á Víkinga sem kom þeim í refsivandræði. SA Víkingar fengu tvær brottvísanir með stuttu millibili og léku því þrír gegn fimm og það tók SR ekki langan tíma að nýta sér liðsmuninn en Patric Podsednicek jafnaði leikinn í 1-1 þegar hann komst óvaldaður inn að marki Víkinga og setti pökkinn milli fóta Adams í marki Víkinga. SR fékk enn meiri byr í bakið með þessu og voru tvívegis nálægt því að ná forystu en það voru Víkingar sem skoruðu þriðja mark leiksins eftir seinagang í vörn SR en þá komust Thomas og Jói komust tveir gegn markverði SR og Jói skoraði í autt markið eftir góða sendingu frá Thomas. Staðan 2-1 Víkingum í vil fyrir þriðju lotuna en strax í upphafi lotunnar jafnaði Miloslav Racansky leikinn eftir glæsilegt einstaklingsframtak og staðan orðin 2-2. Þriðja lotan var gríðarlega jöfn og spennandi og bæði lið fengu góð færi til þess að ná forystunni án þess að skora og leikurinn fór því í framlengingu. Leikið var 4 gegn 4 og það voru Víkingar sem náðu að kreysta út sigur með marki frá Sigurði Þorsteinssyni úr þröngu færi. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Víkingum sem náðu að nýta sér heimavallarréttinn og fara því suður á fimmtudag með 1-0 forystu í einvíginu og geta komið sér í sterka stöðu ef þeir ná að stela útivallarsigri.

SA Víkingar eiga svo heimaleik aftur á laugardag en sá leikur hefst kl. 16.30.