SA Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun

Ben Dimarco skorar (mynd: Ási Ljósmyndari)
Ben Dimarco skorar (mynd: Ási Ljósmyndari)

SA Víkingar unnu fjórða leikinn í úrslitakeppninni í íshokkí 4-1 á föstudagskvöld. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir SA sem geta tryggt sér titilinn með sigri á morgun en leikurinn fer fram í Laugardal og hefst kl 19.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á stöð RÚV 2.