SA Víkingar - Fjölnir föstudagskvöld kl. 19:30 - með áhorfendum!

SA Víkingar taka á móti Fjölni á föstudagskvöld kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa spilar reglulega vel það sem af er tímabili og eru efstir í Hertz-deildinni með fimm sigra úr jafn mörgum leikjum. Búið að aflétta áhorfendabanni og getum við tekið við um 100 áhorfendum fæddum fyrir 2005.

Húsið opnar kl. 19:00 en við biðjum fólk um að sýna þolinmæði í afgreiðslu þar sem skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn. Ath að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Við minnum einnig á grímuskyldu í stúku!