SA Víkingar - Björninn á þriðjudag kl. 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deildinni þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30 í Skautahöllinni. Liðin hafa skipt stigunum jafnt á milli sín í innbyrðisleikjum vetrarins og hafa allir leikirnir unnist í framlengingu eða með einu marki svo búast má við hörkuleik. Við mælum með að mæta snemma í húsið til að missa ekki af inngangsatriði Víkinga og grípa kvöldverðin í húsinu en Lemon verður á svæðinu með besta bitann í bænum. Sjoppan verður einnig opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.