SA Víkingar - Björninn á laugardag kl. 19.30 í Hertz deild karla

SA Víkingar taka á móti Birninum í annað sinn í vikunni í Hertz-deild karla laugardaginn 2. febrúar kl. 19.30 í Skautahöllinni. Víkingar lögðu Björninn með 4 mörkum á þriðjudag og geta með sigri á laugardag tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Björninn hinsvegar er í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni svo búast má við svakalegum leik. Við mælum með að mæta snemma í húsið til að missa ekki af inngangsatriði Víkinga og grípa kvöldverðin í húsinu en Lemon verður á svæðinu með besta bitann í bænum. Sjoppan verður einnig opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.