SA Víkingar á toppnum inn í jólafrí

SA Víkingar kláruðu árið með stæl og unnu sannfærandi 10-4 sigur á Fjölni í síðasta leik fyrir jólafrí. SA Víkingar áttu 44 markskot í leiknum gegn 19 skotum Fjölnis. SA Víkingar hafa unnið 9 leiki af 10 á tímabilinu og eru efstir í Hertz-deild karla með 27 stig.