SA vann seinni leikinn!

SA vann seinni leikinn við Björninn í morgunn. Leikurinn var í járnum allann tímann en okkar menn lentu þó aldrei undir eins og í gær og tókst með skynsamlegum leik og frábærri markvörslu að tryggja sigur. Eftir þessar viðureignir á Björninn ekki möguleika á að lenda ofar en í 3. sæti.

Björninn-SA 2-3 (0-0/0-1/2-3)

Mörk S.A. Tibor Tatar 2 og Björn Már (1). Mörkin þóttu öll sérstaklega falleg og þá sérstaklega þrumufleygur Bjössa frá bláu línunni í sammarann

Þegar þetta er ritað liggja ekki fyrir upplýsingar um stoðsendingar eða hverjir skoruðu fyrir Björninn. Björninn átti erfitt með að skora 5 á móti 5 eins og í seinni leiknum við Narfa um daginn þar sem Björninn marði sigur 2-3 með 3 "power-play" mörkum .

Eftir þessar viðureignir er S.A. með 18 stig og á eftir 3 leiki (1 leik við Björninn og 2 við Narfa). Björninn er með 11 stig og getur mest náð sér í 17 með því að vinna síðustu 3 leiki sína og komast því ekki ofar en í 3. sæti í deildinni. Narfi á eftir 4 leiki (SA og SR tvisvar hvort félag) og á því enn tölfræðilega möguleika á öðru sætinu. S.R. eru í þægilegri stöðu, efstir og aðeins eitt lið getur ná þeim að stigum. Hér er óopinber stigatafla (birt með fyrirvara um að leikskýrslur eiga enn eftir að berast heimasíðu ÍHÍ og kærur kunna að breyta úrslitum einstakra leikja) .

MEISTARAFLOKKUR KARLA 2004-2005
LeikirSigrarÓsigrarJafnt.GFGAStigSæti
S.R.1494110161191
S.A.158429899182
Björninn155917692113
Narfi144727295104
58347347
Fjöldi leikja29
Mörk á leik12