SA deildarmeistarar í Hertz-deild kvenna

SA deildarmeistarar kvenna 2021
SA deildarmeistarar kvenna 2021

Kvennalið SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deildinni nú um helgina þegar liðið lagið SR tvívegis að velli í Laugardalnum. SA vann leikina nokkuð sannfærandi 12-0 þann fyrri og 9-0 þann seinni. Liðið tryggði sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakepninni sem leikinn verður í maí. SA hefur farið taplaust í gegnum tímabilið það sem af er og unnið alla 7 leiki sína. Við óskum liðinu okkar til hamingju með deildarmeistaratitilinn.