SA Ásynjur sigruðu Björninn

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ekkert var skorað í fyrsta leikhluta, en mörk SA Ásynja komu bæði í öðrum leikhluta. Fyrst skoraði Linda Brá Sveinsdóttir eftir stoðsendingu frá Hrönn Kristjánsdóttur og síðan bætti Silja Rún Gunnlaugsdóttir við öðru marki Ásynja eftir stoðsendingu frá Guðrúnu Marín Viðarsdóttur. Björninn náði síðan að minnka muninn í 1-2 í þriðja leikhluta en komust ekki lengra en það. Spennandi leik lauk með 1-2 sigri SA Ásynja.

Staðan í deildinni (á vef ÍHÍ)