Nýr leikmaður í raðir SA

Skautafélagi Akureyri hefur nú borist liðsstyrkur fyrir komandi átök.  Ungur Tékki, búsettur hér á Akureyri rak óvænt á fjörur félagins á dögunum og var honum umsvifalaust troðið í skauta og rétt kylfa í hönd.  Kappinn starfar í byggingariðnaði og heitir Tomas Fiala og er 23 ára gamall.   Hann hefur reyndar ekki spilað hokkí í rúmt ár en spilaði síðast í 2. deild í Tékklandi.  Hann virðist engu að síður vera liðtækur á ísnum og mun væntanlega styrkja sóknina í vetur.