Ný stjórn íshokkídeildar SA

Aðalfundur íshokkídeildar fór fram í gærkvöldi í félagssalnum í Skautahöllinni og var fundurinn vel sóttur. Á dagkrá voru hefðbundin aðalfundarstörf en fyrir fundinum lá þó að Ólöf Björk Sigurðardóttir sem hefur verið formaður deildarinnar í 20 ár myndi ekki gefa kost á sér áfram í formannsembættið.

Fráfarandi stjórn gaf skýrslu um starfsemi tímabilsins en þar kom meðal annars fram að fjöldi iðkenda 18 ára og yngri væru nú 240 talsins en 68 nýir iðkendur bættust við í vetur svo íshokkídeildin hefur aldrei verið fjölmennari. Hallarekstur var á íshokkídeildinni árið 2023 þó minni árið á undan og reksturinn virðist vera í rétta átt.

Ný stjórn var kosinn en Elísabet Inga Ásgrímsdóttir var kosinn nýr formaður íshokkídeildar og Kristján Sturluson kemur nýr inn í stjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta fundi.

Ný stjórn íshokkídeildar:

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir

Benjamín Davíðsson

Ari Gunnar Ólafsson

Anna Sonja Ágústsdóttir

Eiríkur Þórðarson

Ólafur Örn Þorgrímsson

Kristján Sturluson

 

Fráfarandi stjórn og Ólöf Björk Sigurðardóttur fráfarandi formanni íshokkídeildar var að lokum færðar þakkir og lófaklapp fyrir sitt ómetanlega starf fyrir hokkídeild.