Narfi vann!!

Já gott fólk Narfi gerði sér lítið fyrir og vann S.R.4-3 í skautahöllinni í gær. Ekki er annað hægt að segja en janfræði hafi verið með liðunum, og gat því sigurinn endað hjá hvoru liði. Góð mæting var í höllinni og fín stemning myndaðist í stúkunni. Bestu menn Narfa voru þeir Sami og Ville suomibræður. En hjá S.R. var það án efa hann Trausti markmaður sem varði dauðafæri trekk í trekk. S.A. óskar Narfa mönnum til hamingju með sinn fyrsta sigur í sögu félagsins og í deildinni.