Myndir frá Stelpuhokkídeginum

Alþjóðlegi stelpuhokkídagurinn sem var haldinn í þriðja sinn í gær gekk frábærlega en þangað mættu yfir 30 stelpur til þess að prófa íshokkí en heildarfjöldi stúlkna á ísnum var hátt í 70 þegar mest var.
 
Stúlkurnar gæddu sér á heitu súkkulaði og heimabakstri að loknu námskeiði og fengu þar að auki litabók og upplýsingarbækling með sér heim. Íshokkídeildin vill koma fram þökkum til allra sjálboðalið og allra þeirra sem tóku þátt í að gera þennan sérstaklega skemmtilega dag. Elvar Freyr Pálsson var að sjálfsögðu á myndavélinni og gerði viðburðinum skil en myndir frá honum má sjá hér að neðan og hér eru einnig fleiri myndir.