Myndir frá jólaskemmtun Hokkídeildar

Íshokkídeildin hélt jólaskemmtun á síðustu æfingu yngri iðkenndanna deildarinnar fyrir jól en foreldrum var boðið á æfinguna og spreyttu sig í leik við börnin. Í gærkvöld var svo opið Jóladiskó fyrir alla iðkenndur hokkídeildar og þó jólasveinarnir hafi ekki látið sjá sig þá mættu leikmenn SA Víkinga á ballið.

Það var mikið fjör á svellinu og gleðin skein úr hverju andliti ekki síst þá leikmanna SA Víkinga sem þar sem dansað var í kringum jólatréð og sungin nokkur jólalög. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem safnað hefur verið saman frá ýmsum aðilium frá jólaskemmturinni og diskóinu.