Meistaraflokkur: S.A. vs Björninn

Á laugardaginn kl 17:00 spilar S.A við Björninn, búast má við hörkuleik því liðinn eru að mætast í fyrsta sinn í vetur. Björninn er troðfullur af frískum strákum sem geta unnið hvaða lið sem er........á góðum degi. S.A. mun spila án Elmars og Einars Guðna því þeir munu taka út leikbönn, og munu því S.A. menn notast við yngri leikmenn í leiknum. Við hvetjum fólk að fjölmenna í höllina og styðja sína menn, seinni leikur S.A. og Bjarnarins verður á sunnudagsmorgun kl 10:00. Áfram S.A.!!!