Marta stendur sig vel á Grand Prix

Marta María (mynd úr færslu ÍSS)
Marta María (mynd úr færslu ÍSS)

Marta María Jóhannsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær á Grand Prix sem fram fer í Gdansk í Póllandi. Marta stóð sig með prýði og fékk 36.71 stig og er í 29. sæti sem stendur. Marta skautar frjálsa prógramið í dag og er gert ráð fyrir að hún stígi á ísinn kl. 15.27 og má sjá beina útsendingu hér en útsendingin hefst kl. 14.10. Við óskum Mörtu góðs gengis í dag og hér má sjá stutta prógramið hjá henni í gær.