Marta María Jóhannsdóttir kjörin skautakona LSA árið 2017

Skautakona LSA 2017
Skautakona LSA 2017

Að venju var skautakona ársins hjá LSA sem kosin er af stjórn deildarinnar heiðruð að lokinni jólasýningu. Skautakona LSA í ár er Marta María Jóhannsdóttir og var hún valin fyrir framúrskarandi árangur á árinu, góða ástundun og fyrir það að vera mjög góð fyrirmynd annarra skautara. Marta María er nýkrýndur Íslandsmeistari í Junior flokki.

Innilega til hamingju Marta María.