Lokahófi ÍHÍ aflýst

Jæja það gekk ekki upp í þetta sinn. Samkvæmt frétt á www.ihi.is er lokahófi hreyfingarinnar aflýst

Eftirfarandi er takið af vef ÍHÍ:

"Stjórn ÍHÍ ákvað á fundi í hádeginu í dag að aflýsa lokahófi hreyfingarinnnar. Lengi hefur verið áhugi á því að halda sérstakt lokahóf fyrir meistaraflokka félaganna, alla velunnara og aðstandendur klúbbanna, þar sem m.a. yrðu veitt hin ýmsu verðlaun fyrir árangur á tímabilinu. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu 6 vikur,  Því miður var áhugi leikmanna og áhangenda verulega takmarkaður og því engin grundvöllur fyrir því að halda þetta hóf að þessu sinni.

Stjórn ÍHÍ hefur því ákveðið að fella þessa skemmtun niður.  "