Laust pláss á Tårnby Cup

Hefur þú áhuga á að krulla í Danmörku í nóvember?

Boð hefur borist frá Tårnby Curlinb Club í Danmörku um að laust sé pláss fyrir eitt lið héðan. Mótið fer fram í Kastrup Curling Hall, sem er rétt hjá Kastrup-flugvelli, dagana 13.-15. nóvember. Áhugasamir einstaklingar eða lið vinsamlega hafi samband við Hallgrím, formann Krulludeildar, sem fyrst. Íslensk lið hafa áður tekið þátt í þessu móti og átt þar skemmtilega daga.