Kvennalandsliðið heldur utan í dag

Landsliðið 2012  Ljósm. Elvar Pálsson
Landsliðið 2012 Ljósm. Elvar Pálsson

Liðið flýgur í gegnum London og mun lenda í Kóreu í fyrramálið eftir rúma 11 klst í loftinu frá London.  Seúl er svo 9 klst á undan okkur.  Liðið mun mæta sterkum mótherjum sem eru auk heimamanna:  Belgía, Spánn, Pólland og S-Afríka.

Liðið hefur aldrei verið eins sterkt og nú en framþróun í kvennahokkínu hér á landi hefur verið mikil og hröð á síðustu árum.  Af 18 keppendum koma 12 héðan frá Skautafélagi Akureyrar og þar er meðal keppenda Sarah Smiley sem nýlega hlaut íslenskan ríkisborgararétt og mun hún vafalaust styrkja liðið mikið.

Fyrsti leikur liðsins verður á laugardaginn þann 10. mars en það verður opnunarleikur mótsins gegn Belgum.  Hægt verður að fylgjast með leiknum hér http://www.iihf.com/channels1112/ww-iib/statistics.html.  

Leikurinn hefst kl. 13:00 að staðartíma sem er þá kl. 04:00 að morgni hjá okkur.