Krulla um borð í skemmtiferðaskipi

Hefur einhver áhuga á að spila krullu á skemmtiferðaskipi? Í boði er "Pebble the Sea, Curling Cruise" 24. apríl til 1. maí 2011.

Í bígerð er sjö daga sigling á karabíska hafinu, Pebble the Sea, eingöngu ætluð krullufólki alls staðar að úr heiminum. Um borð verða meðal annars heimsþekktir krulluspilarar sem verða veislustjórar í lokakvöldverðarboði.

Krullukeppnin sem í boði verður er þó óvenjuleg, svokallað "Short Game" en um borð verður 60 feta löng braut ef einhver hefur áhuga á að taka með sér skóna og vera með þeim fyrstu sem senda krullustein úti á sjó. Keppnin í "Short Game" krefst þó ekki neins búnaðar eins og venjuleg krullukeppni. "Short Game" fer þannig fram að aðeins er notaður einn hringur og senda leikmenn steinana úr kyrrstöðu frá sama enda og notaður er til að spila, án þess að renna sér. Reglurnar eru raunar einfaldar og má sjá á upplýsingavef um siglinguna ásamt öllu öðru er varðar þessa siglingu.

Í boði er meðal annars stopp til að spila golf á Jamaíka og í Mexíkó.

Allar upplýsingar hér.