Krulla í kvöld

Jæja, loksins er aftur hægt að fara að krulla.  Fyrsta æfing vetrarins verður í kvöld, mánudaginn 26. sept. og hefst kl. 19:00.  Hlökkum til að sjá ykkur og látið félagana vita.

Það eru spennandi tímar í vetur. Við höfum nú fengið mun betri æfingatíma þ.e. á mánudögum milli 17:30 og 21:00.  Nú verður loksins hægt að hefja markvisst unglingastarf.

Tíminn okkar verður væntanlega skipulagður þannig að æfingar unglinga og nýliða verða milli 17:30 og 19:00 en hefðbundin krullumót verða svo milli 19:15 og 21:00. 

Dagskrá vetrarins og fleira verðu kynnt á almennum félagsfundi sem nánar verður aulýstur síðar.