Jötnar unnu Húna í gær 6 - 4

Eyland í skafrenningi. Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Eyland í skafrenningi. Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en lauk með góðum 6 – 4 sigri okkar manna.  Loturnar fóru 1 – 1, 1 – 2 og 4 – 1.  Jötnar voru með lengri bekk og áttu meira inni á endasprettinum eins og sjá má á tölunum.  Jötnar mættu með fullar 3 línur auk þess sem þeir fengu eina línu lánaða frá Víkingum.


Einar Eyland stóð á milli stanganna með stakri prýði og nokkur ný andlit sáust í sókninni.  Guðmundur Guðmundsson hefur tekið fram skautana að nýju og átti góða endurkomu, skoraði eitt glæsilegt mark.  Einnig er kominn til baka Hilmir Guðmundsson sem jafnframt mun styrkja 2. flokkinn hjá okkur.  Sæmundur Leifsson markverja hefur spilað úti í allan vetur svo eftir því hefur verið tekið, slíkur er krafturinn.  Í vörninni spilaði einnig Jón Heiðar Rúnarsson eldri bróðir Rúnar Lurks Rúnarssonar og svona mætti lengi telja.

Yfir það heila var leikurinn skemmtilegur og krefjandi fyrir leikmenn og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt þegar sigurinn lendir réttu megin.


Jötnarnir hafa þá lokið þremur leikjum á einni viku.  Tvö stór töp á móti Birninum og Víkingum, en góður sigur á móti Húnum.