Jötnar töpuðu fyrir Birninum

Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson
Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson

Jötnar voru varla vaknaðir þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós enda aðeins liðnar rétt um 17 sekúndur.  Bjarnarmenn komust í 2 - 0 áður en eitthvað fór að gerast Jötnamegin en þá tókst liðinu að jafna með mörkum með stuttu millibili.  Bæði mörkin skoraði Stefán Hrafnsson, lánsmaður frá Víkingum.

Staðan var jöfn, 2 - 2 eftir fyrstu lotu og útlit fyrir jafnan leik.  Lengra komust þó Jötnar ekki og Bjarnarmenn bættu við fjórum mörkum fram til leiksloka, lokastaðan 6 - 2.

Liðin eru þar með komin í jólafrí og mjög stutt í sumarfrí hjá Jötnum sem eiga aðeins tvo leiki eftir á þessu tímabili.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Andra Mikaelsson smell hitta Ólaf Hrafn skammt sunnan við bláu línuna.