Jötnar mæta Fálkum í kvöld


Í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. febrúar, mætast Jötnar og Fálkar í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30. Þetta er lokaleikur Jötna í deildarkeppninni. 

Jötnar sitja í fjórða sæti deildarinnar og hvorki sigur né tap í kvöld myndu breyta því. Það er því að litlu að keppa og lítið í húfi annað en heiðurinn. Samt er ástæða til að hvetja fólk til að mæta og hvetja okkar lið, þetta er lokaleikur liðsins í deildinni í vetur.